Ræktin að verða ómissandi rútína.

Þetta er ekkert vandamál því vandamál eru aðeins tækifæri í vinnufötum!!!!!!!!!

Vá hvað ég er glöð og ég ætla að segja ykkur af hverju ég er svona glöð:) Það er nú bara einfaldlega þannig að Stjörnuþjálfunarnámskeiðið í Hreyfingu er algjörlega fyrsta skrefið að bættum lífstíl hjá mér. Nú ætla ég að útskýra hvers vegna og af hverju. Ég er ekki í megrun og ekki á megrunarkúr sem ég hætti svo í/á þegar þessum 12 vikum er lokið NEI þannig er það ekki. Það er ekkert sem ég er að neita mér um núna sem ég ætla svo að fá mér eftir 12 vikur, ég er ekki að hætta einhverju núna í þessar 12 vikur sem ég ætla mér ekki að hætta í framhaldi því það getur varla boðað gott t.d. með kílóin. Með breyttum lífstíl eins og að mæta í ræktina sem er orðið að dásamlegri rútínu, hugsa um að borða hollt, borða reglulega eða 5 sinnum á dag er alveg að gera sig. Ég komst ekki í ræktina alla síðustu viku og var stödd erlendis í 4 daga af vikunni og ég var ótrúlega áhyggjufull yfir ferðinni áður en ég fór en auðvitað labbaði ég mjög mikið á hverjum degi og passaði upp á mataræðið. Ég var mikið úti að borða og lenti tvisvar í þeim aðstæðum að geta ekki valið matinn minn sjálf, ég tók bara það óhollasta af disknum frá, fékk mér samloku með kjúkling og salat og í því var beikon sem ég tók bara frá, bað þjónana á veitingastöðunum um að skipta frönskunum út fyrir salat með matum og DANSAÐI eitt kvöld:)

Ég segi það satt að ég hlakkaði svo til að komast í ræktina eftir að ég kom heim þrátt fyrir 2 tíma svefn og eftir 8 tíma vinnudag. Fyrir stuttu hefði ég nú beilað því ég var svo þreytt en NEI ég gat ekki beðið ég þarf greinilega ekki að segja neitt meira um það að þetta er að verða að rútinu sem ég hef aldrei náð áður. Mér líður svo vel og ekki bætti ég grammi á mig eftir ferðina NEI ekki grammi, sennilega hefur dansinn bjargað því hehe. Við erum rúmlega hálfnaðar og hef ég bætt getu mína, þol, úthald svo ég tali nú ekki um hversu vel mér líður. Í upphafi snérist þetta um að losna við kíló en það er allt í einu ekki aðal málið hjá mér lengur þegar ég finn hvað þetta er að gera mér gott, ég hef tapað 5,5 kg sem ég er mjög ánægð með og þarf að sjálfsögðu að missa meira því ég er of þung en ég er ekki svo upptekin af því núna. Núna er ég upptekin af því að bæta mig, komast í betra form, styrkja mig og að sjálfsögðu að komast í kjörþyngd með því að halda áfram að hreyfa mig, hafa gaman að og borða hollt:)

Dansa af gleði!!!! Kv. Guðrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko, það var þá gott að við gátum dregið þig með að dansa :)

Ágústa Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Björg Pálsdóttir

Höfundur

Guðrún Björg Pálsdóttir
Guðrún Björg Pálsdóttir
 Guðrún Björg heiti ég og er ein fimm kvenna sem taka þátt í átakinu stjörnuform. Ég er tæplega 43 ára gömul og hef búið í Mosfellsbæ síðan ég var 13 ára gömul.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband