Bölvaður sykurpúkinn

Betra er seint en alltof seint þó það sé aldrei of seint.

Þegar ég byrjaði í átakinu Stjörnuþjálfun var ég búin að undirbúa mig að heyja stríð við sykurpúkann og að vera stöðugt svöng. jú veikleiki minn er/var fólginn í því að langa stöðugt í eitthvað sætt og oftar en ekki hafði sykurpúkinn yfirhöndina. Sjoppuferðir vel þekktar og stundum var ég háttuð á kvöldin og skellti mér samt í sjoppuna því bölvaður sykurpúkinn stjórnaði mér. Svo ég tali nú ekki um matarskammtana, vön að borða alltof stóra skammta og kíla út á mér vömbina. Græðgin stjórnað mér og er ég búin að stækka á mér vömbina vegna þess.....Borðaði sjaldan og mikið í einu og alveg HISSA á því hvað ég væri orðin þung þrátt fyrir það að ég hafði alltaf hreyft mig frekar mikið, allavega svona í skorpum.

Vika 2 hófst með því að við fengum nýjan matseðil sem hentar mér mjög vel því hann er svo fjölbreyttur og það er bara verið að kenna okkur að borða rétt og að sjálfsögðu rétta matarskammta, eitthvað annað en ég var búin að temja mér. Ég borða 5 sinnum á dag fjölbreytta fæðu með sykur í lágmarki og ég get bara sagt ykkur það að ég hef getað stjórnað sykurpúkanum í eina og hálfa viku og langar bara ekkert í nammi. Ég er pínu svöng stundum á kvöldin en það má ekki gleyma því að ég er vön að belgja mig út og það tekur sennilega einhvern tíma að minka magann!!!

Ég STJÓRNA og enginn annar og er strax byrjuð að uppskera því ég hef lést:)

Það fer vel í mig að borða reglulega, minni skammta í einu og það er enginn bölvaður sykurpúki sem stjórnar mér það er ég sem STJÓRNA

Ótrúlega jákvæð kveðja Guðrún


Vika eitt í stjörnuformi

Það er víst svipað með batteríin og lífshamingjuna að hvorugt fylgir með. Maður þarf að hafa fyrir þessu öllu saman sjálfur!

Ég tel mig vera ótrúlega heppna að hafa fengið þetta frábæra tækifæri að taka þátt í átakinu hjá Smartlandi og Hreyfingu og fer fyrstu vikunni í átakinu senn að ljúka. Vikan er búin að vera viðburðarík, áhugasöm og skemmtileg. Auðvitað finnst mér þetta óþægilegt og svolítið kjánalegt að opinbera mig svona....óþægilegt já en af hverju kjánalegt? Er kjánalegt að vilja huga að heilsunni? Er kjánalegt að vilja komast í gott form? Er kjánalegt að vilja létta sig ef maður er of þungur? Er kjánalegt að vilja líða betur, líta betur út og fá betra þol og úthald? NEI það er ekkert kjánalegt við það og þess vegna fannst mér þetta gullið tækifæri þó svo að ég þurfi að opinbera mig svona.

Ég er á námskeiði hjá Hreyfingu sem heitir stjörnuform og er alveg frábært. Það eru tímar 4 sinnum í viku og eru tímarnir svo fjölbreyttir og skemmtilegir að það er eins og ég sé á 4 ólíkum námskeiðum. Í morgun fór ég í Hot fitness og það var bara dásamlegt get ég sagt ykkur og aldrei hefði ég trúað því að sá dagur kæmi að ég myndi tala um leikfimi sem DÁSEMD. Jú leikfimi hefur fengið mig til að líða vel í gegnum tíðina þegar ég hef verið í leikfimi og að taka á fær mig til að líða vel þegar ég er búin að taka á því, Þegar ég labba Esjuna finnst mér það alltaf jafn leiðinlegt og erfitt en þegar ég er komin upp á topp þá líður mér vel og þegar ég er komin niður er ég jafnvel farin að skipuleggja næstu ferð af því að mér líður vel þegar þessu er lokið. Mér leið vel í tímanum í morgun frá byrjun og fannst þetta dásamlegt allan tímann. Salurinn var hitaður í 32 gráður og ég segi það enn og aftur þetta var DÁSAMLEGT.

Nú er að vanda sig að borða reglulegar máltíðir og sykur í lágmarki eins og matseðillinn segir sem fylgir þessu námskeiði. Mér hefur gengið vel með mataræðið þessa viku þó ég hafi ekki farið alveg eftir matseðlinum en það mun ég gera í næstu viku. Nú er bara að taka á honum stóra sínum og henda sér ekki í eitthvað rugl þó að það sé komin helgi, það hefur alltaf verið minn veikleiki. Mitt er valið eins og mér var sagt og er ég bara mjög jákvæð og uppveðruð fyrir framhaldinu:)

Í tilefni helgarinnar er best að skella sér í fallegu nærfötin sem Misty á laugavegi 178 gaf mér fyrir myndatökuna sem ég segi ykkur frá næst og  þeirri upplifun. Fékk frábæra þjónustu í þessari góðu undirfataverslun og eitthvað hef ég alltaf verið að gera vitlaust því aldrei hef ég keypt mér þessa skálastærð áður.

Förum jákvæð inn í helgina þá er allt svo auðvelt. Kv. Guðrún


« Fyrri síða

Um bloggið

Guðrún Björg Pálsdóttir

Höfundur

Guðrún Björg Pálsdóttir
Guðrún Björg Pálsdóttir
 Guðrún Björg heiti ég og er ein fimm kvenna sem taka þátt í átakinu stjörnuform. Ég er tæplega 43 ára gömul og hef búið í Mosfellsbæ síðan ég var 13 ára gömul.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband