Ánægð með árangurinn

Eins og einhver sagði þá þarf maður að sjá til þess að kunna vel við sjálfan sig. Horfast í augu við sjálfan sig í speglinum og geta sagt ég geri mitt besta. Svo ég tali nú ekki um að vera sáttur við sjálfan sig eins og maður er.

í nokkur ár hef ég verið dugleg að hreyfa mig og inn á milli að taka til í mataræðinu að ég hélt með mis góðum árangri en einhvern vegin ekki náð alveg alla leið þó ég hafi alls ekki alltaf verið of þung en Svona nokkrum mánuðum áður en ég komst í Stjörnuþjálfun voru matarvenjur mínar orðnar slæmar, ég var búin að temja mér það að borða of mikið í einu og þá líka of sjaldan eða þá að ég var maulandi slikkerí allan daginn. Sumir dagar voru þannig hjá mér ef ég byrjaði daginn á sykri að sykur kallaði á meiri sykur og opnaði ég alla skápa aftur og aftur að leita mér af einhverju sætu eins og eitthvað hefði poppað upp þar. Suðursúkkulaði, kökuskarut bara hvað sem var ef það var sætt! Ég var orðin of þung og hrikalega óánægð með sjálfa mig, leið ekki vel, passaði ekki í fötin sem voru í fataskápnum mínum og klæddi mig orðið eins alla daga. Já það voru víðir svartir kjólar og leggings hvort sem það var mánudagur eða laugardagur. Ég kunni ekki lengur vel við mig og ég gerði ekki mitt besta.

12 vikna átakið í stjörnuþjálfun hjá Hreyfingu og smartlandi er lokið. Ég er mjög þakklát að hafa fengið að taka þátt í svona áhrifaríkru námskeiði og frábærri leiðsögn þrátt fyrir kvíðaköst, svita og átök við sjálfa mig að þurfa að koma fram á baðfötum. Ekki var það auðveldara í lokin þrátt fyrir að hafa verið búin að missa rúm 10 kg í millitíðinni. Ég hef ekki séð fyrir og eftir myndirnar og get því verið í kvíðakasti áfram næstu daga! Árangurinn lét ekki á sér standa og þarf ég ekki að vera kvíðin fyrir því, ég náði markmiðum mínum sem ég setti mér fyrir þessar 12 vikur og þarf ég ekki að vera kvíðin fyrir því, mér líður alveg ofsalega vel og er ótrúlega ánægð með árangur minn. Ég er ekki komin alla leið og hef gert mér önnur markmið, viðkvæmasta svæðið mitt er maginn og er hann annsi slappur blessaður og var það mjög erfitt að koma fram á baðfötum en eins og ein sagði við mig, vertu róleg þú ert komin á fimmtugsaldur, búin að ganga með börn þú ert ekki tvítug og hættu þessum kvíða það getur bara ekki annað verið en það verði einhver munur á myndunum!!!!

Ég dró fram þröngar gallabuxur sem eru búnar að vera ónotaðat í fataskápnum mínum í einhver ár og er farin að ganga í þeim, búin að kaupa mér kjól sem er hvorki víður né svartur. Þvílíkt frelsi að þurfa ekki að fela sig í víðum svörtum kjólum alla daga já mér finnst ég frelsuð, fór í þröngum gallabuxum og peysu sem náði ekki niður fyrir rass og var víð nei hún var stutt og þröng! Ég get vel horfst í augu við sjálfa mig í speglinum núna og sagt ég geri mitt besta.

Nú er vika liðin síðan átakinu lauk og stend ég ein og sjálf í sjálfum desembermánuði af öllum mánuðum ársins og er bara ánægð með mig. Á þessari viku er ég búin að fara í afmæli, út að borða og hvert sem ég kem er mér boðið upp á konfekt og smákökur. Er sjálf að fara að búa til konfektið sem ég og börnin gerum á hverju ári og byrjuð að plana matinn fyrir jólin en allt er gott í hófi og er ég búin að lofa sjálfri mér því að detta ekki í einhverja vitleysu þó svo það séu jól, á mínum borðum núna eru fullar skálar af mandarínum og eplum. Ákvað að skella mér á vigtina svona viku eftir átakið og hræddist ég það að viktin hefði nú eðlilega farið eitthvað upp jú það er nú desember! Nei nei ekkert svoleiðis í gangi og var ég nákvæmlega það sama og fyrir viku síðan.

Hér koma tölurnar mínar: 10,4 kg fóru - fituprósentan lækkaði um 8,6% og missti ég 37 cm í heildina:) Takk fyrir mig Anna Eiríks þjálfari, Marta María, Hreyfing og að sjálfsögðu stelpurnar sem voru með mér. Ég er glöð og ánægð með árangur minn á þessum 12 vikum og er ég ekki hætt ég er rétt að byrja:) Það sem skiptir mestu máli er að manni líði vel og manni líður vel ef maður hreyfir sig reglulega og hugsar um að borða hollt og gott að öllu jöfnu þó svo maður fái sér nú stundum smá slikkerí:) Ég mæli hiklaust með námskeiðinu Stjörnuþjálfun í Hreyfingu.

Kveðja Guðrún Björg


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Björg Pálsdóttir

Höfundur

Guðrún Björg Pálsdóttir
Guðrún Björg Pálsdóttir
 Guðrún Björg heiti ég og er ein fimm kvenna sem taka þátt í átakinu stjörnuform. Ég er tæplega 43 ára gömul og hef búið í Mosfellsbæ síðan ég var 13 ára gömul.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband