Mataræði

" Seinagangur víkur úr vegi þegar þú vinnur markvisst að settu marki. Með hverju skrefi sem þú tekur í þá átt fyllist þú nýjum krafti og atorku og nærð leikandi takmarki þínu"  Já og þetta er svo SATT trúið mér:)

Margir hafa verið að spyrja mig að því hvað það er sem ég er að borða. Ertu á sérfæði? Borðar þú ekki kolvetni? Sleppir þú öllu hveit, sykri,geri og mjólkurvörum? Ég veit að þú ert að hreyfa þig mikið og ert ekki að svelta þig en hvað borðar þú?

 Svar mitt við þessu er að ég borða nánast allt. Eina sem ég hef alveg sleppt að borða og sakna ekki í þessar 7 vikur er nammi, snakk og feitar rjómasósur. Ég hugsa mikið um hollustu og reyni að borða mikið af hollum mat og það sem er ekki mjög hollt borða ég í lágmarki. Dæmi: Ég borðaði alltaf hvít hrísgrjón núna borða ég eingöngu brún hrísgrjón eða híðishrísgrjón, heilhveiti spaghettí, spínatplötur í lasagnað, eingöngu gróft brauð þá er sólkjarnabrauð í miklu uppáhaldi hjá mér, ef ég fæ mér ost ofan á brauð þá er hann aldrei feitari en 17% ef ég fæ mér sultu þá er hún sykurlaus. Ef ég fæ mér hamborgara þá geri ég hann sjálf úr 100% fitulitlu nautahakki, nota eina t.d. sólkjarna brauðsneið með kotasælu, helling af grænmeti og svo hammarann þar ofan á ummmm og stundum spæli ég mér eitt egg ef ég vil fá mér delux hammara svona til að gera vel við mig á sunnudegi!! Á meðan ég er að losna við aukakílóin þá borða ég 1.500 hitaeiningar á dag. Ég borða 5 sinnum á dag og þetta snýst að sjálfsögðu um hinn gullna meðalveg og passa upp á skammtastærðir. Svona geri ég þetta og tel ég þetta bara vera skynsamleg lífstílsbreyting sem endist:)

Svona var dagurinn hjá mér í gær:

kl. 7:00 Grænn drykkur

kl. 9:00 Hafragrautur með léttmjólk, rúsínum og lýsi

kl. 12:00 Fiskur í ofni með smá sósu og helling af blönduðu grænmeti

kl: 15:00 Banani

kl. 19:00 Borðaði kúfullan disk af dásamlegum kjúklingarétti á Krúsku með helling af grænmeti, chia fræum og ég veit ekki hverju.

í dag:

kl. 7:00 Létt ab-mjólk með bláberjum og hveitiklíð

kl. 10:00 voru veitingar í boði í vinnunni og valdi ég mér það holla eins og melónu, peru, gulrætur og chía- skúffuköku sem var rosa góð og er uppskriftin inni á Smartlandi Mörtu Maríu undir næring og heilsa.

kl. 12:00 Ein tortilla pönnukaka með taco sósu, hellig af grænmeti og nautahakki

kl. 15:00 Ein ferna af Hleðslu og er ég ekki búin að ákveða hvað ég ætla að fá mér í kvöldmat.

Sennilega verður kjúklingur fyrir valinu með soðnu grænmeti og sætri kartöflu eða ég skelli í grænmetislasagna sem er svoooooo gott. Á morgun er ég með bröns fyrir fjölskylduna og mun ég að sjálfsögðu velja mér það holla, gróft brauð kannski smá eggjaköku en ætla að sleppa Amerískum pönnukökum með sírópi. Vonandi svarar þetta einhverju um mataræðið mitt:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert flottust Guðrún :)

Búin að standa þig svo vel :)

Erla Snædís (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Björg Pálsdóttir

Höfundur

Guðrún Björg Pálsdóttir
Guðrún Björg Pálsdóttir
 Guðrún Björg heiti ég og er ein fimm kvenna sem taka þátt í átakinu stjörnuform. Ég er tæplega 43 ára gömul og hef búið í Mosfellsbæ síðan ég var 13 ára gömul.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband