17.9.2011 | 15:50
Vika eitt í stjörnuformi
Það er víst svipað með batteríin og lífshamingjuna að hvorugt fylgir með. Maður þarf að hafa fyrir þessu öllu saman sjálfur!
Ég tel mig vera ótrúlega heppna að hafa fengið þetta frábæra tækifæri að taka þátt í átakinu hjá Smartlandi og Hreyfingu og fer fyrstu vikunni í átakinu senn að ljúka. Vikan er búin að vera viðburðarík, áhugasöm og skemmtileg. Auðvitað finnst mér þetta óþægilegt og svolítið kjánalegt að opinbera mig svona....óþægilegt já en af hverju kjánalegt? Er kjánalegt að vilja huga að heilsunni? Er kjánalegt að vilja komast í gott form? Er kjánalegt að vilja létta sig ef maður er of þungur? Er kjánalegt að vilja líða betur, líta betur út og fá betra þol og úthald? NEI það er ekkert kjánalegt við það og þess vegna fannst mér þetta gullið tækifæri þó svo að ég þurfi að opinbera mig svona.
Ég er á námskeiði hjá Hreyfingu sem heitir stjörnuform og er alveg frábært. Það eru tímar 4 sinnum í viku og eru tímarnir svo fjölbreyttir og skemmtilegir að það er eins og ég sé á 4 ólíkum námskeiðum. Í morgun fór ég í Hot fitness og það var bara dásamlegt get ég sagt ykkur og aldrei hefði ég trúað því að sá dagur kæmi að ég myndi tala um leikfimi sem DÁSEMD. Jú leikfimi hefur fengið mig til að líða vel í gegnum tíðina þegar ég hef verið í leikfimi og að taka á fær mig til að líða vel þegar ég er búin að taka á því, Þegar ég labba Esjuna finnst mér það alltaf jafn leiðinlegt og erfitt en þegar ég er komin upp á topp þá líður mér vel og þegar ég er komin niður er ég jafnvel farin að skipuleggja næstu ferð af því að mér líður vel þegar þessu er lokið. Mér leið vel í tímanum í morgun frá byrjun og fannst þetta dásamlegt allan tímann. Salurinn var hitaður í 32 gráður og ég segi það enn og aftur þetta var DÁSAMLEGT.
Nú er að vanda sig að borða reglulegar máltíðir og sykur í lágmarki eins og matseðillinn segir sem fylgir þessu námskeiði. Mér hefur gengið vel með mataræðið þessa viku þó ég hafi ekki farið alveg eftir matseðlinum en það mun ég gera í næstu viku. Nú er bara að taka á honum stóra sínum og henda sér ekki í eitthvað rugl þó að það sé komin helgi, það hefur alltaf verið minn veikleiki. Mitt er valið eins og mér var sagt og er ég bara mjög jákvæð og uppveðruð fyrir framhaldinu:)
Í tilefni helgarinnar er best að skella sér í fallegu nærfötin sem Misty á laugavegi 178 gaf mér fyrir myndatökuna sem ég segi ykkur frá næst og þeirri upplifun. Fékk frábæra þjónustu í þessari góðu undirfataverslun og eitthvað hef ég alltaf verið að gera vitlaust því aldrei hef ég keypt mér þessa skálastærð áður.
Förum jákvæð inn í helgina þá er allt svo auðvelt. Kv. Guðrún
Um bloggið
Guðrún Björg Pálsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gangi þér vel
Sigrún Óskars, 17.9.2011 kl. 16:50
Misty er sú allra besta undirfataverslun sem ég hef verslað við.
Nú verður maður að muna eftir að fylgjast með blogginu þínu, gangi þér vel ;)
P.S. ertu hætt að vera aðalstýran í stinnur rass, sléttur magi?
Gerður Pálsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 17:33
Yndislegt...gangi þér vel !
Hlakka mikið til að fylgjast með :)
Anna Heidi (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 18:09
Er ótrúlega stollt af þér, gangi þér súper vel ;O)
Nína fína (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 20:03
Kæra vinkona, vá hvað ég er ánægð með þig! Finnst samt aðeins eins og þú sért að skilja mig útundan en að er allt í lagi:):) Hlakka til að fylgjast með þér..gangi þér vel!
Sigga (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.