Bölvaður sykurpúkinn

Betra er seint en alltof seint þó það sé aldrei of seint.

Þegar ég byrjaði í átakinu Stjörnuþjálfun var ég búin að undirbúa mig að heyja stríð við sykurpúkann og að vera stöðugt svöng. jú veikleiki minn er/var fólginn í því að langa stöðugt í eitthvað sætt og oftar en ekki hafði sykurpúkinn yfirhöndina. Sjoppuferðir vel þekktar og stundum var ég háttuð á kvöldin og skellti mér samt í sjoppuna því bölvaður sykurpúkinn stjórnaði mér. Svo ég tali nú ekki um matarskammtana, vön að borða alltof stóra skammta og kíla út á mér vömbina. Græðgin stjórnað mér og er ég búin að stækka á mér vömbina vegna þess.....Borðaði sjaldan og mikið í einu og alveg HISSA á því hvað ég væri orðin þung þrátt fyrir það að ég hafði alltaf hreyft mig frekar mikið, allavega svona í skorpum.

Vika 2 hófst með því að við fengum nýjan matseðil sem hentar mér mjög vel því hann er svo fjölbreyttur og það er bara verið að kenna okkur að borða rétt og að sjálfsögðu rétta matarskammta, eitthvað annað en ég var búin að temja mér. Ég borða 5 sinnum á dag fjölbreytta fæðu með sykur í lágmarki og ég get bara sagt ykkur það að ég hef getað stjórnað sykurpúkanum í eina og hálfa viku og langar bara ekkert í nammi. Ég er pínu svöng stundum á kvöldin en það má ekki gleyma því að ég er vön að belgja mig út og það tekur sennilega einhvern tíma að minka magann!!!

Ég STJÓRNA og enginn annar og er strax byrjuð að uppskera því ég hef lést:)

Það fer vel í mig að borða reglulega, minni skammta í einu og það er enginn bölvaður sykurpúki sem stjórnar mér það er ég sem STJÓRNA

Ótrúlega jákvæð kveðja Guðrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo dugleg elsku systir.

Helga Pálsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 19:06

2 identicon

Frabaert ad sja thig i thessu ataki elsku fallega Gudrun!! og eg se thu ert enn i Reykjakoti  :)  Bid ad heilsa hverju horni thar.

Gangi ther vel... eg mun fylgjast med. 

Maria (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 18:07

3 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt og kveðjur

Sigrún Óskars, 24.9.2011 kl. 19:23

4 identicon

Takk fyrir kveðjurnar:)

Gurún Björg (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðrún Björg Pálsdóttir

Höfundur

Guðrún Björg Pálsdóttir
Guðrún Björg Pálsdóttir
 Guðrún Björg heiti ég og er ein fimm kvenna sem taka þátt í átakinu stjörnuform. Ég er tæplega 43 ára gömul og hef búið í Mosfellsbæ síðan ég var 13 ára gömul.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband