26.11.2011 | 17:24
Allir eiga skilið dekur
Það er margt sem ég hef verið að gera síðustu 11 vikur sem ég hef ekki gert áður og eitt af því er að ég fór í dekur hjá Bláa lóninu.
Ég hef aldrei verið dugleg að dekra við mig og skrokkinn minn því miður og ég komin á þennan aldur hvað er það að sinna ekki líkama og sál Guðrún? Eftir þetta mun það svo sannarlega breytast.
Bláa lónið bauð okkur skvísunum í Stjörnuþjálfun í þvílíkt dekur, upplifun og notalegheit. Þessu gæti ég svo sannarlega vanist. Mótökurnar voru alveg frábærar og meðhöndlunin ekki af verri endanum mér leið eins og stjörnu í stjörnuformi!!!! Við fengum allar sér herbergi með sturtu og öllum græjum, húðgreiningu, veitingar og það sem toppaði allt saman var klukkutíma skrúbb á allan líkaman og nudd út í lóninu. Váááá við láum á dýnu með teppi ofaná okkur út í lóninu og flutum um á meðan það var verið að nudda okkur þvílík sæla.
Allir eiga skilið gott dekur og mæli ég með dekri í Bláa lóninu þetta er svo nærandi fyrir sál og líkama. Hvað er meira nærandi svona í skammdeginu og svo líður manni svo vel á eftir, mér fannst ég bara yngjast um nokkur ár og húðin á mér já húðin var svo mjúk og dásamleg bara eins og á barni:) í lokin vorum við leystar út með Blue lagoon vörum, skrúbb,augnkrem,serium,dagkrem og hreynsivörum ég er byrjuð að nota vörurnar og ég hlakka til að sjá og finna þegar kremin eru farin að virka því ég er með mjög viðkvæma húð og er alltaf með bólur og mikill litamunur er á húðinni og hef ég alltaf verið í hálfgerðum vandræðum að finna mér eina rétta kremið. Þessi krem fékk ég eftir húðgreiningu og hef því mikla trú á því að núna sé ég komin með réttu vörurnar sem henta mér.
Nú mun ég næra mína sál og líkama reglulega og láta eftir mér dekur annað slagið eins og allir ættu að gera. Það eru að koma jól og svo á ég bráðum afmæli ekki þætti mér slæmt að fá eitthvað dekur í pakkann minn. Fljótlega mun ég panta mér andlitsbað eða eitthvað nærandi fyrir mig því þá líður manni svo vel:)
Kveðja Guðrún
Um bloggið
Guðrún Björg Pálsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.