28.9.2011 | 21:32
Allt að gerast og líf fyrir utan Mosó!
Einbeitum okkur að því sem við getum gert í dag þó við gerðum lítið í gær:)
Nú er vika 3 í Stjörnuþjálfun hálfnuð og allt að gerast. Mér er farið að líða betur, finnst tímarnir á námskeiðinu svo skemmtilegir og fjölbreyttir að ég fer glöð í hvern tíma og þvílíkt ánægð út úr þeim. Missti af tíma á mánudaginn og var bara alveg ómuguleg yfir því. Ég er farin að finna aðeins mun á mér og haldið ykkur fast.......Hef misst 2 og 1/2 kg, ekki skemmir það.
Ég á heima í Mosfellsbæ, vinn í Mosfellsbæ, maðurinn minn fæddur og uppalinn í Mosfellsbæ, börnin mín í gagnfræða og framhaldsskóla í Mosfellsbæ og næstum öll tengdafjölskyldan mín á heima í Mosfellsbæ. En það er víst líf fyrir utan Mosfellsbæ, þarna fyrir sunnan!!! Já ég komst að því þegar ég byrjaði að fara suður til Reykjavíkur 4 sinnum í viku í Hreyfingu á þetta FRÁBÆRA námskeið. Við stöllurnar skruppum svo saman eftir æfingu í síðustu viku á Krúsku að fá okkur að borða. Krúska á suðurlandsbraut og auðvitað vissi ég ekkert hvar það var og hafði aldrei komið þangað en núna veit ég það og mun svo sannarlega fara þangað aftur. Á boðstólnum er eingöngu lífrænt hráefni og ekkert hvítt hveiti, mikið úrval af grænmetis og kjúklingaréttum og fekk ég mér ofboðslega gott lúxussalat með kjúkling ummmm. Á námskeiðinu stjörnuþjálfun er innifalið dekur í Blue lagoon spa í Hreyfingu og auðvitað hafði ég aldrei komið þangað áður en ég er búin að fara þangað núna og þvílík dásemd. Aha bara búin að vera í tvær og hálfa viku, allt að gerast og bara alltaf fyrir sunnan á nýjum stöðum.
Ég held glöð áfram því við berum ábyrgð á eigin heilsu.
Kveðja frá ánægðri sveitakonu!!!!!
Um bloggið
Guðrún Björg Pálsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.