4.10.2011 | 19:12
Fram úr mínum björtustu vonum
Þetta námskeið fer fram úr mínum björtustu vonum get ég sagt ykkur.
Fjórða vikan er hafin og er ég búin að missa 4 kg. Auðvitað snýst þetta um bætta heilsu og betri líðan en þar sem ég er of þung þá er ég ótrúlega glöð að kílóin skulu fjúka af mér og heil 4 kg á ekki lengri tíma en þetta. Kosturinn við þetta allt saman er hversu einfalt þetta í rauninni er, mataræðið hefur gjörbreyst hjá mér, matarvenjur líka og borða ég 5 sinnum á dag holla og fjölbreytta fæðu. Einnig æfi ég 5 sinnum í viku og eru það mjög svo fjölbreyttar æfingar og stefni ég á það að bæta sjöttu æfingunni við þessa vikuna með því að skella mér upp á Úlfarsfellið og hef ég bara gaman af því en vonandi nennir einhver með mér!!! Eins og áður hefur komið fram að þá líður mér mjög vel og ég finn mikinn mun á mér svo finnst mér þetta námskeið bara svo skemmtilegt að ég gef mig alla í þetta bæði með mataræðið og æfingarnar. Það er klárt mál að þetta er lífstíll til framtíðar en ekki bara 12 vikna átak og svo búið spil.
AÐ FINNA FYRIR AUKNUM STYRK, AUKINNI ORKU OG BETRI LÍÐAN er dásamleg tilfinning:)
Ég hlakka svo til að fara í mælingar í lok vikunnar og vonast ég að sjálfsögðu til að fituprósentan hafi minkað og einhverjir sentimetrar fokið.......
Ég held glöð áfram. Eigið glaða, orkuríka og holla viku öll sömul:)))
Um bloggið
Guðrún Björg Pálsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
glæsilegt hjá þér
Sigrún Óskars, 9.10.2011 kl. 23:20
Takk:)
Guðrún Björg (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.